Morgunblaðið greindi frá því í morgun að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hafði borist kæra á hendur tveimur af forsvarskonum Solaris-hjálparsamtakanna, þeim Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Þrastardóttur. Í kærunni eru þær sakaðar um refsiverða háttsemi í tengslum við söfnun samtakanna til að aðstoða við brottflutning Palestínufólks af Gaza, m.a. um brot á lögum um opinberar fjársafnanir og um mútugreiðslur til erlendra starfsmanna. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Maríu Lilju og hann ætlar að setjast niður með okkur og greina frá því hvernig málið horfir við umbjóðanda hans.
Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar um ópíóðafaraldurinn er svört. Í skýrslunni kemur fram að ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum er varða ópíóíðafíkn eða fíknivanda almennt en að heilbrigðisráðuneyti beri að taka hana. Yfir 100 manns deyja á ári hverju úr fíknisjúkdómnum. Á bak við þessi týndu líf eru að minnsta kosti 1.000 aðstandendur og fjölskyldur sem brotna niður harmi slegnar. Foreldrar eru að missa börnin sín og börn eru að missa foreldra sína. Til að ræða þessi mál og segja okkur frá samstöðufundi sem haldinn verður á morgun koma til okkar þau Kolfreyja Sól ung stúlka í bata eftir meðferð á Hlaðgerðarkoti og Sigmar Guðmundsson þingmaður.
Um helgina er framundan Íslandsmótið í skrafli en mótið var fyrst haldið árið 2013. Það má segja að ákveðin sprenging hafi orðið í skrafláhuga landsmanna þegar netskrafl tók að ryðja sér til rúms. Við fáum einn af forkólfum skraflhreyfingarinnar á Íslandi Hildi Lilliendahl í spjall til okkar, hitum upp fyrir mótið um helgina og heyrum aðeins af skrafláhuga þjóðarinnar.
Hvað er Hyrox ? Við ætlum að forvitnast um það á eftir hjá Evert Víglundssyni corssfitt kóngi.
Og eins og alltaf á fimmtudögum þá mætir Atli Fannar til okkar með MEME vikunnar.
Sjálfstæðismenn í borginni munu leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi næstkomandi þriðjudag sem felur í sér að efna til tilraunaverkefnis um að hefja kennslu í fimm ára bekk. Og á línunni hjá okkur er Hildur Björnsdóttir oddviti sjálfstæðisflokksins í borginni.
Lagalistinn:
LAND OG SYNIR - Von Mín Er Sú.
HAIM - Don't Wanna.
Curtis Mayfield - Move on Up.
JENNIFER LOPEZ - Jenny from the block.
FLEETWOOD MAC - Don't Stop.
ÚLFUR ÚLFUR - Þú hér.
Helgi Björnsson - Himnasmiðurinn.
Una Torfadóttir - Um mig og þig.
McKenna, Declan - Slipping Through My Fingers.