Vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Þegar afi ykkar er búin að þjálfa ykkur sem skrímslaveiðimenn, þá er ekkert annað í stöðunni en að veiða öll skrímslin! Það er þó eitt vandamál, krakkarnir elska skrímslin og vilja helst bara bjarga þeim. Það geta þau gert á meðan afi blundar, eða hvað?
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er dauðhræddur um að barnið sitt hverfi í alvörunni þegar það setur á svið töfrasýningu.
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.
Ævintýramynd um hinn 10 ára gamla Arthur. Staðráðinn í að hjálpa ömmu sinni þegar verktakar hóta að að yfirtaka húsið hennar heldur hann í leiðangur til lands Mínimóanna í leit að leynilegum fjársjóði afa síns. Myndin er talsett á íslensku.
Edduverðlaunaþættir frá 2016 úr smiðju Ævars vísindamanns. Sem fyrr kannar Ævar furðulega og spennandi hluti úr heimi vísindanna. Hann fer meðal annars í svaðilför til Surtseyjar og rannsaka stærstu tilraun í heimi. Stórskemmtilegir þættir fyrir alla fjölskylduna. Dagskrárgerð: Gunnar B. Gudmundsson og Ævar Þór Benediktsson.
Í þættinum fjallar Ævar um konur í vísindum. Við heimsækjum fornleifafræðing og skoðum beinagrind, förum út á land og rannsökum verkefni hjá Landvernd, fjöllum um konurnar sem björguðu NASA, fræðumst um Samtök kvenna í vísindum og svo ætlar hin eina sanna Sprengju-Kata að kíkja í heimsókn.
Heimildarmynd um rithöfundinn Pétur Gunnarsson. Arthúr Björgvin Bollason tekur Pétur tali og vinir hans og samferðafólk segja frá kynnum sínum af honum. Rætt er um áhrifavalda Péturs auk þess sem farið er yfir feril hans frá fyrstu verkum til þess sem hann er að fást við í dag. Kvikmyndastjórn: Jón Egill Bergþórsson. Framleiðsla: Eggert Gunnarsson.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Árið 2024 var mjög viðburðarríkt og því af nægu að taka í uppgjöri ársins. Í þessum fyrri hluta Kastljóssannálsins er stiklað á stóru fyrir þau mál sem voru til umfjöllunar í þættinum á árinu. Menningunni verða gerð sérstök skil í seinni hluta annálsins á sunnudagskvöld.
Heimildarmynd um íslenska sveitasöngvarann Johnny King. Hann er á krossgötum í lífinu og gerir eina lokatilraun til að fara aftur á bak. En um leið þarf hann að gera upp fortíðina sem er eins og myllusteinn um háls hans. Leikstjórn: Árni Sveinsson. Framleiðsla: Republik.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Jón Helgason skáld og fræðimaður var forstöðumaður safns Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn í þrjá áratugi og síðan forstöðumaður Árnastofnunar til starfsloka. Hann var ennfremur prófessor í íslenskri tungu og bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla en í borginni við Sundið bjó hann nánast allan starfsferilinn. Hann gaf út fjölda fræðirita og varð með tímanum eitt merkasta ljóðskáld þjóðarinnar. Dagskrárefnið er úr safni RÚV.
Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Frönsk heimildarmynd frá 2022. Steingervingar risaeðla eru dýrmætari en gull ef marka má þær upphæðir sem einkaaðilar greiða fyrir þá í uppboðshúsum. Sjaldgæfir steingervingar enda í auknum mæli í einkaeigu safnara, en hvaða áhrif hefur það á söfn og vísindi?
Ævintýralegir danskir þættir fyrir alla fjölskylduna. Vinirnir Charly, Niels og Tania eru í fríi á Borgundarhólmi. Þegar Silje, vinkona þeirra, er sökuð um að hafa skemmt verðmætt listaverk á safni Oluf Høst eru þau staðráðin í að sanna sakleysi hennar og ná sökudólgnum. Málið reynist hins vegar stærra og flóknara en þau gerðu sér í hugarlund og fljótlega eru þau komin á hættulegar slóðir. Þættirnir eru framhald af þáttaröðinni Horfna rafherbergið. Aðalhlutverk: Marinus Refnov, Cecilia Loffredo, Bertil Smith og Lova Müller Rudolph.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Stuttmyndir skrifaðar af krökkum og framleiddar af KrakkaRÚV.
Stuttmynd eftir Furu Liv Víglundsdóttur. Leikstjórn: Hafsteinn Vilhelmsson. Aðalhlutverk: Salka Sól Eyfeld, Júlía Guðrún Lovísa Henje, Bjarki Kjærnested, Kolviður Gísli Helgason og Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson.
Stuttmyndir skrifaðar af krökkum og framleiddar af KrakkaRÚV.
Við kynnumst Furu Liv Víglundsdóttur sem er handritshöfundurinn myndarinnar Töfraálfurinn. Hún segir okkur hvernig sagan varð til og hvernig ferlið er að taka upp stuttmynd, því það er ýmislegt sem þarf að smella saman í svona stóru verkefni. Fura Liv sendi söguna sína í gegnum Krakkaruv.is/sogur þar sem tekið er á móti frumsömdum sögum eftir krakka á aldrinum 6-12 ára.
Sigyn fær fluggáfaða krakka til að hjálpa sér að leysa ráðgátur um land allt. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Við erum stödd á Hólmavík. Sagan segir að hér hafi horfið strákur fyrir nokkrum árum síðan. En hann hvarf ekki alveg, hann varð bara ósýnilegur og notfærir sér það til að stríða fólki og jafnvel stela frá því. Þær Emilía og Guðný reyna að finna ósýnilega prakkarann og fá hann til að hætta að stela. En fyrst þurfa þær að komast að því hvað það var sem gerði hann ósýnilegan.
Þátttakendur:
Emilía Rut Ómarsdóttir Guðný Sverrisdóttir
Fjórir krakkar í rokkhljómsveit æfa þekkt íslenskt rokklag og semja eigið lag. Í leiðinni fræðumst við um hljóðfærin í hljómsveitinni og rokktónlistarsöguna.
Við kynnumst nýrri hljómsveit og fræðumst um ábreiður. Auk þess kynnumst við Sigga trommuleikara og heyrum flutning á laginu Húsavík. Hljómsveitarmeðlimir: Aldís María Sigursveinsdóttir, Fatíma Rós Joof, Hilmir Þór Snæland Hafsteinsson og Sigurður Ingvar Þórisson. Tónlistarstjóri: Sigurður Ingi Einarsson.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Ég segi stundum í gríni að orgelsmíði sé áraverk en líka áransverk," segir Björgvin Tómasson, orgelsmiður. Tónar nýs orgels hljóma í Hólskirkju í Bolungarvík, sem er fertugasta orgelið sem Björgvin smíðar. Hann setur hljóðfærin saman á verkstæði sínu á Stokkseyri og flytur svo á tilsettan stað.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Dans- og söngvamynd frá 2022 eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur. Hanna og vinir hennar í hljómsveitinni Rauðu hauskúpunni uppgötva að óprúttnir aðilar ætla að sprengja skólann á lokaballinu og beita öllum sínum ráðum til að ná sökudólgunum. Meðal leikenda eru Ísabella Jónatansdóttir, Óttar Kjerulf Þorvarðarson, Vilhjálmur Árni Sigurðsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Vala Sigurðardóttir Snædal.
Breskur húmor eins og hann gerist bestur. Dennis er 12 ára og hefur brennandi áhuga á fótbolta og tísku. Umburðarlyndi samfélagsins virðast takmörk sett þegar hann blandar þessu tvennu saman. Aðalhlutverk: Billy Kennedy, Felicity Montagu, Tim McInnerny og David Walliams. Leikstjóri: Matt Lipsey.
Bresk sakamálamynd í tveimur hlutum byggð á samnefndri skáldsögu eftir Agöthu Christie. Árið 1954 kemst hinn ungi Luke Fitzwilliam óvænt á slóð raðmorðingja þegar hann hittir fröken Pinkerton um borð í lest til Lundúna. Hún er á leið til lögreglunnar að tilkynna dularfull dauðsföll í heimabæ sínum sem morð. En þegar fröken Pinkerton finnst látin áttar Fitzwilliam sig á því að hann þarf að finna morðingjann áður en fórnarlömbin verða enn fleiri. Aðalhlutverk: David Johnsson, Mathew Baynton og Nimra Bucha. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Íslensk mynd eftir Friðrik Þór Friðriksson sem byggð er á sögu Einars Más Guðmundssonar um ungan mann og glímu hans við alvarlegan geðsjúkdóm. Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson. Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Baltasar Kormákur, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Hilmir Snær Guðnason og Margrét Helga Jóhannsdóttir.
Sannsöguleg bresk þáttaröð frá 2023 eftir Russell T. Davies. Enska leikkonan Noele Gordon var ein skærasta stjarna Bretlands þegar hún lék í sápuóperunni Krossgötur á áttunda áratugi síðustu aldar. Á hápunkti frægðarinnar árið 1981 var hún skyndilega rekin úr þáttunum án nokkurra útskýringa. Aðalhlutverk: Helena Bonham Carter, Con O'Neill og Augustus Prew.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
An Icelandic musical for the whole family. In the early summer of 1980, the eleven-year-old Hanna and the rest of her childhood band aim to bring criminals to justice when a threat to destroy the last dance of school comes their way. Their ensuing adventure pits good vs. evil and disco vs. punk, and ends with love and unity conquering all. Starring: Ísabella Jónatansdóttir, Óttar Kjerulf Þorvarðarson, Vilhjálmur Árni Sigurðsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson and Vala Sigurðardóttir Snædal.