Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Þættir frá 2007 þar sem íslenskir lagasmiðir flytja nokkur verka sinna í sjónvarpssal. Umsjón og dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Í fyrsta þættinum syngur Egill Ólafsson nokkur lög og spjallar við hlustendur. Egil þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum. Hann hefur um árabil fengist við alls konar tónlist með hljómsveitum sínum Spilverki þjóðanna, Þursaflokknum og Stuðmönnum, og hefur sungið tangó, klassík og fleira og fleira með hinum og þessum. En Egill hefur líka gefið út nokkrar sólóplötur með tónlist sinni og kannski verður það eitthvað af þeim toga sem hann syngur í þættinum.

Kokkurinn Nisha Katona ferðast um Ítalíu og kynnist matreiðslu í ýmsum héruðum.
Heimildarþáttaröð um sögu norrænnar hönnunar á síðustu hundrað árum. Í þáttunum er meðal annars rætt við hönnuði og safnara sem veita innsýn í sögurnar á bak við heimsþekkta hönnunarmuni. Í hverjum þætti er fjallað um ákveðið tímabil á árunum 1925 til 2025. Þulur: Guðrún Sóley Gestsdóttir.


Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir en að þessu sinni fræðumst við um jörðina. Þáttunum er ætlað að hvetja yngri áhorfendur til að verða ábyrgir borgarar og hjálpa þeim að skilja umhverfi sitt, svo þeir geti lagt sitt af mörkum til að vernda það.

Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.

Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Sænska bakstursdrottningin Camilla Hamid ferðast til Marokkó til að kynnast uppruna sínum og læra að baka að marokkóskum sið.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Heimildarþáttur um leghálskrabbamein á Íslandi. Í þættinum er rætt er við lækna um meðhöndlun sjúkdómsins og konur segja frá reynslu sinni. Orsök leghálskrabbameins er vel þekkt en það uppgötvast oft seint. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson.

Stuttir þættir um sögurnar á bak við áhugaverðar ljósmyndir. Í hverjum þætti er fjallað um eina ljósmynd og sögu hennar – hvað var að gerast þegar myndin var tekin, hverjar voru aðstæður fólksins á ljósmyndinni og hvert er samhengið við nútímann? Leikstjóri: Þorsteinn J. Framleiðsla: Þetta líf, þetta líf.
Á ljósmyndinni sem fjallað er um sjást tvær ungar konur í leðurjökkum með gríðarmikla hárkamba dansa á Rykkrokki í Fellahelli 1987. Petra Björk Pálsdóttir segir frá tilefninu, aðdraganda þess að hún og vinkona hennar, Þórgunnur Eyfjörð Pétursdóttir, klæddust eins og pönkarar og frá pönkmenningunni á Akureyri.

Breskir sakamálaþættir. Liz Nyle er lögreglufulltrúi sem vaktar fjölskyldu í vitnavernd. Þegar fjölskyldan verður fyrir skotárás á heimili sínu vakna upp ýmsar spurningar, þar á meðal hvers vegna samstarfsfélagi Liz sem hún tengist persónulegum böndum var á vettvangi glæpsins. Aðalhlutverk: Siobhan Finneran, Alec Newman og Andrew Knott. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Pólskir spennuþættir frá 2024 um jarðfræðinginn Lenu sem snýr aftur til heimabæjar síns í leit að dóttur sinni sem grunuð er um að hafa numið hóp barna á brott. Aðalhlutverk: Karolina Kominek, Dawid Ogrodnik og Paulina Galazka. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Bresk heimildarmynd frá 2021 þar sem fylgst er með daglegu lífi mjólkurkýr á mjólkurbúi. Myndin var tilnefnd til BAFTA-verðlauna sem besta heimildarmyndin. Leikstjóri: Andrea Arnold.

Bein útsending frá Menningarhátíð RÚV í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Litið er yfir nýliðið ár, veittur styrkur úr rithöfundasjóði og styrkþegar úr tónskáldasjóði RÚV og STEF árið 2025 kynntir. Rás 2 veitir Krókinn fyrir framúrskarandi lifandi flutning á árinu og orð ársins að mati hlustenda RÚV verður kynnt.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.
Peking. 2008. Ólympíuleikar. Eftir að hafa lent í 3. sæti riðilsins beið Íslands hið ógnarsterka lið Póllands, sem ætlaði sér ekkert nema verðlaun á mótinu. Þrautsegja íslenska liðsins var hins vegar gríðarleg. Ofsalegar sveiflur voru í þessum leik og til allrar hamingju átti Ísland síðustu sveifluna og vann og komst í undanúrslit í þriðja sinn á stórmóti. Sagan var svo skrifuð áfram síðar. Björgvin Páll Gústavsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson, Alexander Petersson, Róbert Gunnarsson og Logi Geirsson voru þarna í eldlínunni ásamt mörgum, mörgum fleirum.