Síðdegisútvarpið

Fastvaxtatímabili lokið,broskallakerfi,vínlaus lífsstíll og þaraböð

Sex eru enn í haldi lögreglu vegna rannsóknar á málefnum Davíðs Viðarssonar sem grunaður er um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfssemi er tengist meðal annars veitingastöðunum Pho Vietnam og Wokon. Málið hefur vakið mikla athygli og hafa spurningar vaknað um eftirlit með veitingastöðum og hefur formaður Neytendasamtakanna kallað eftir úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti en slíkt er gert á hinum Norðurlöndunum. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kemur til okkar á eftir og ræðir þessi mál við okkur og segir okkur frá því hvernig þetta er gert annars staðar.

Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur sendi nýlega frá sér bók sem nefnis Vending. Bókin er hugsuð fyrir fólk sem vill endurmóta líf sitt, velja sér gildi, efla kosti og dempa ókosti. Fólk sem vill tileinka sér vínlausan lífsstíl, bæta sjálfsskilning og árangri. Bókin byggir miklu leyti á reynslu Gunnars í þeirri ákvörðun lifa vínlausum lífsstíl. Gunnar kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.

Við heyrum í Helga Teit Helgasyni framkvæmdastjóra einstaklingssviðs Landsbankans en hann segir í Morgunblaðinu í dag hjá bankanum ljúki núna fastvaxtatímabili lána fyrir um 2 milljarða króna í hverjum mánuði og upphæð eigi bara eftir hækka. Helgi er hissa á hversu fáir séu bregðast við þessu með einhverjum hætti hvetur fólk til skoða sín mál og gera ráðstafanir ef vextir lána þeirra séu losna.

Félag á vegum Boga Jónssonar athafnamanns fékk á dögunum úthlutaðar fimm milljónir króna úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja til uppbyggingar glæilegrar heilsulindar við sjávarsíðunaí Garði á Suðurnesjum. Verkefni ber heitið Mermaid Geothermal Seaweed Spa og hefur verið í hugmyndaferli í nokkur ár. Við heyrum í Boga í þættinum.

Við heyrum í bæjarstjóranum í Snæfellsbæ á eftir en þar hefur verið tekið í gagnið nýtt rúmgott húsnæði fyrir eldri borgara og Kristinn Jónasson ætlar segja okkur frá því hvernig eldri borgarar munu koma til með nýta húsnæðið.

Selfossveitur hafa síðustu mánuði i samvinnu við íslenskar orkurannsóknir og Ræktunarsamband Flóa og skeiða unnið rannsóknum og borunum til freista þessa finna heitt vatn, Vísbendingar eru um heitt vatn þar finna er verið er bora við Ölfusá bæði sunnan og norðanmegin og líklegt telja endanlegt svar um magn og gæði verið komið eftir uþb. hálfan mánuð. Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri Selfossveitna verður á línunni hjá okkur í þættinum.

Frumflutt

11. mars 2024

Aðgengilegt til

11. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,