Birta Líf um skógareldana í Los Angeles, raforkuverð til garðyrkjubænda og strandveiðar
Í Los Angeles eru heilu hverfin rjúkandi rústir og önnur standa enn í björtu báli í ógnarmiklum skógar- og gróðureldum sem færast enn í aukana. Minnst tíu hafa látið lífið í eldunum, tugir þúsunda hafa misst heimili sín, hátt í tvö hundruð þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og hundruð þúsunda hafa fengið tilmæli um að búa sig undir að þurfa að flýja með litlum fyrirvara. Ævar Örn Jósepsson tekur við og ræðir við Birtu Líf Kristinsdóttur veðurfræðing.
Talsvert hefur verið fjallað um raforkuverð til garðyrkjubænda, það hækkaði um fjórðung um áramótin og Axel Sæland, formaður þeirra , spáði því í nóvember að verð á íslensku grænmeti gæti hækkað um 12 prósent í framhaldinu. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við sveitarstjóra Bláskógabyggðar og framkvæmdastjóra Friðheima.
Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda telur að í ljósi reynslunnar gæti þurft um 14.000 tonn til að uppfylla þörfina í 48 daga strandveiðivertíð. Þau ár sem sá dagafjöldi var leyfður hafi sjósóknin verið um 26 dagar að meðaltali. Líta ætti á breytt strandveiðkerfi sem tilraun til næstu fimm ára og meta að því loknu áhrif þess á þorskstofninn.
Frumflutt
10. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.