Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það gríðarleg vonbrigði og mikla afturför að þurfa að selja eftirlitsflugvélina TF-SIF . Hún sé ein af grunnstoðum gæslunnar.
Húsleit stendur yfir í strandhúsi Bandaríkjaforseta í Delaware. Húsleitin er sú þriðja á tveimur mánuðum, en áður hafa fundist leynileg skjöl á skrifstofu forsetans og á heimili hans.
Komi til verkfalls Eflingar tæmast eldsneytistankar bensínstöðva á nokkrum dögum. Framkvæmdastjóri Olís segir aðgerðirnar ábyrgðarlausar í ljósi almannahagsmuna.
Allt kapp verður lagt á að tryggja Eyjamönnum rafmagn meðan viðgerð á Vestmannaeyjastreng þrjú stendur. Búist er við að bilanagreining og viðgerð taki langan tíma.
Þó svo að samið yrði um nýjan urðunarstað nú þegar til að leysa Álfsnes af hólmi þá tæki það 3-5 ár að taka hann í notkun. Stefnt er á að flytja almennan úrgang úr landi í auknum mæli.
Andstæðingar breytinga á lífeyrislögunum í Frakklandi segja að mótmæli gegn þeim snúist um fleira en áformaða hækkun á eftirlaunaaldri.
--------
Það vilja fæstir hafa rusl í bakgarðinum hjá sér - og enn síður ruslahauga - en eitthvað þarf að gera við ruslið. Það styttist óðfluga í að starfsleyfi stærsta urðunarstaðar landsins renni út. Samkvæmt samkomulagi frá árinu 2020 á það að gerast í árslok. Engu að síður er ekki komin nein lausn um hvað eigi að taka við. Íslendingar henda mun meira af rusli en nágrannaþjóðirnar. Hver íbúi henti 666 kílóum af heimilissorpi í fyrra sem er aukning frá árinu á undan. Ísland á talsvert langt í land til að ná markmiðum ESB landanna um hlutfall endurvinnslu. Á þessu ári verður sorphirða á landinu samræmd sem þýðir að heimili þurfa að flokka sorp í fjórar tunnur; pappír, plast, lífrænt og almennt sorp.Regína Ásvaldsdóttir er bæjarstjóri í Mosfellsbæ og formaður Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hvað eru sveitarfélögin að gera til að leysa Álfsnes af hólmi? Bjarni Rúnarsson ræðir við hana.
Þótt skipuleggjendur mótmælanna í Frakklandi og lögregluna greini á um fjölda þeirra sem tóku þátt í andófsaðgerðunum í gær eru allir sammála um að fjöldinn var mun meiri en 19. janúar, - síðast þegar landsmenn létu í ljós andúð sína á áformum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. - CGT, fjölmennasta félag opinberra starfsmanna í landinu, áætlar að 2,8 milljónir hafi mætt á mótmælafundi og í göngur í gær, þar af hálf milljón í Parísarborg. Lögreglan er töluvert hófsamari; fjöldinn hafi farið eitthvað yfir tólf hundruð þúsund á landsvísu og líkast til um 87 þúsund í höfuðborginni. Ásgeir Tómasson segir frá.
Argentí