• 00:00:00Kynning
  • 00:00:37Þingmenn um hvalveiðar
  • 00:14:37Kosningar í Frakklandi - nálgast óðfluga
  • 00:19:27Kveðja

Spegillinn

Hvalveiðar og þingkosningar í Frakklandi

12. júní 2024

Forstjóri Hvals hf sagðist í morgun vera efins um fyrirtækið myndi veiða hval á þessari vertíð vegna seinagangs matvælaráðherra. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, telur orð forstjórans vera viðbrögð við minni eftirspurn á Japansmarkaði og Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir Hval hafa nægan tíma til stefnu. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við þá.

Innan við þrír sólarhringar eru liðnir frá því Emmanuel Macron, forseti Frakklands, boðaði óvænt til þingkosninga sem hefjast um næstu mánaðarmót, og kosningabaráttan, með alls kyns vendingum og átökum franskra stjórnmálaflokka - er komin í fullan gang. Macron kom fram á blaðamannafundi í morgun, þar sem hann hvatti lýðræðissinnaða flokka til sameinast gegn því sem hann kallaði öfgaöfl, og skömmu síðar ákvað stjórn Repúblikanaflokksins sparka sitjandi forseta flokksins, eftir hann vildi ganga til samstarfs við Þjóðfylkingu Marine Le Pen. Björn Malmquist segir frá.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Frumflutt

12. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,