Breytingar á atvinnuleyfi, miðlunartillaga samþykkt og orkuskipti
Atvinnuleyfi starfsfólks frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins verða ekki lengur bundin atvinnurekanda heldur starfsfólkinu sjálfu, samkvæmt fyrirhuguðum breytingum á lögum um dvalar- og atvinnuréttindi útlendinga. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman og talaði við Katrínu Jakobsdóttur,
Málflutningur í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fór fram í allan dag. Verjendur segja sakborningana aðeins lítil peð í stórri keðju en saksóknari krefst hámarksrefsingar. Gunnhildur Birgisdóttir talaði við Önnu Barböru Andradóttur.
Kröfu sakborninga um að hoppukastalamálinu yrði vísað frá dómi var hafnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag.
Innviðaráðherra fór á fund bæjarstjóra í Vogum í morgun vegna Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjórinn segist vona að stjórnvöld taki mark á áliti sérfræðinga og að áformum um línuna verði breytt. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Gunnar Axel Axelsson.
----------------------
Félagsmenn Eflingar og aðildarfyrirtæki SA samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara . Nýr kjarasamningur gildir út janúar 2024 og forystufólk býr sig undir næstu viðræður, næsta vetur. Hvers má vænta í þeirri lotu ef við lítum yfir farinn veg í þessari deilu? Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Sumarliða Ísleifsson, dósent í sagnfræði sem segir samtal um þjóðarsátt fara of seint af stað. Mörg ár hafi tekið á koma á þjóðarsátt síðast.
Óumflýjanlegt er að virkja meira til að orkuskipti og loftslagsmarkmið verði ekki orðin tóm að mati Landsvirkjunar. Forstjóri hennar segist vongóður um að fá framkvæmdaleyfi frá sveitarfélögum, sem kalla eftir að meira sitji eftir vegna nábýlisins við virkjanir. Bjarni Rúnarsson ræddi við Hörð Arnarsson.
Frumflutt
8. mars 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.