Spegillinn

Eldgos hluti af hinu daglega líf, loftslagsráðstefnan í Bakú og Noregur með annað augað á Íslandi

Þótt eldgos verði seint hversdagsleg hafa eflaust einhverjir yppt öxlum þegar byrjaði gjósa á Sundhnúksgígaröðinni á miðvikudagskvöld. Gosstrókarnir voru vissulega tilkomumiklir í vetrarmyrkrinu en þetta var einu sinni sjöunda gosið þarna, það sjötta bara á þessu ári. Íslandsstofa vinnur því segja við erlenda ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki eldgos séu bara hluti af hinu daglega lífi á Íslandi.

COP 29, 29. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin er í Bakú í Aserbaísjan, á ljúka í dag en það er allt útlit fyrir hún dragist eitthvað á langinn, enda þátttakendur í vandræðum með koma sér saman um orðalag lokasamþykktarinnar eins og stundum áður. Þessar ráðstefnur, þar sem þúsundir ráðamanna, sérfræðinga og fulltrúa hagsmuna- og umhverfisverndarsamtaka alstaðar úr heiminum safnast saman, eru umdeildar - og árangurinn af þeim líka.

Möguleg þjóðaratkvæðagreiðsla um umsókn Evrópusambandinu er komin á dagskrá í kosningabaráttunni, ekki síst vegna stöðu Samfylkingar og Viðreisnar í skoðanakönnunum og ummæla leiðtoga flokkanna undanförnu. Í Noregi er vel fylgst með þessum umræðum, enda gæti möguleg innganga Íslendinga þýtt endalok samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

Frumflutt

22. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,