Svæðisforingi Hjálpræðishersins segir að svo geti farið að hætt verði að bjóða upp á heitan mat í hádeginu. Þeim sem leita til hersins hefur fjölgað mikið undanfarna mánuði og sjóðirnir eru að tæmast. Arnar Björnsson talaði við Hjördísi Kristinsdóttur.
Nauðsynlegt er að bjóða upp á sólarhringsþjónustu fyrir heimilislausar konur, til að minnka líkur á að þær verði fyrir ofbeldi. Ekkert úrræði er til fyrir heimilislausar konur sem eru í neyslu yfir daginn. Alma Ómarsdóttir talaði við Halldóru Dýrleifar- Gunnarsdóttur
Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í dag dæmdur í líftíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Hann framdi ódæðisverkin þegar upp hafði komist um umfangsmikinn fjárdrátt. Alexander Kristjánsson sagði frá.
Þúsundir mótmæltu vanrækslu lestarfyrirtækis í Grikklandi í dag. Að minnsta kosti fimmtíu og sjö fórust í lestarslysi á miðvikudag.
-----------------------------------
Fjármálaráðherra segir ríkisendurskoðanda hafa verið skýran um að ekki væri tilefni til að draga hæfi ráðherra í efa við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Með hvaða hætti var reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi fullnægt þegar félag í eigu föður fjármálaráðherra keypti hlut í Íslandsbanka? Hlut sem ríkið seldi honum. Þetta er ein þeirra spurninga sem umboðsmaður alþingis krefur fjármálaráðherra svara við í bréfi sem hann sendi Bjarna Benediktssyni í gær og væntir svara í lok mánaðar. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman.
Efnahagsþvinganir hafa ekki bitið eins fast á Rússa eins og til var ætlast frá því að innrás þeirra í Úkraínu hófst. NATÓ-ríkin hafa ekki undan í vopnaframleiðslu sinni, segir sérfræðingur í fjármálum. Bjarni Rúnarsson talaði við Ásgeir Brynjar Torfason.
Jónas Gahr Störe, forsætisráðherra Noregs, hefur beðist afsökunar á því að mannréttindi séu brotin á hópi Sama í landinu. Vindorkuver var reist í óleyfi á beitilöndum þeirra. Þar með höfðu aðgerðasinnar úr röðum Sama betur eftir vikulöng og hávær mótmæli við ráðuneyti í Ósló. Ríkisstjórnin lofar nú bót og betrun. Gísli Kristjánsson sagði frá.