Spegillinn

Geirfinnsmálið, samningaþref BSRB og sveitarfélaga, Beyoncé

Spegillinn 12.05.2023

Umsjón: Ásgeir Tómasson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn fréttaútsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Þrír menn, sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar á áttunda áratugnum, lýsa furðu sinni á forsprakki þess þeir voru ranglega bendlaðir við hvarf Geirfinns skuli sérstaka afsökunarbeiðni og tugmilljónir króna úr ríkissjóði. Benedikt Sigurðsson sagði frá.

Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt flugvélaleiguna ALC og ríkið til greiða Isavia samtals 2,3 milljarða króna. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.

Enginn árangur varð af samningafundi BSRB og sveitarfélaganna í dag. Benedikt Sigurðsson ræddi við Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formann BSRB

Vantrauststillaga minnihlutans gegn dómsmálaráðherra dregur dilk á eftir sér. Nýtt lögfræðiálit bendir til vantrauststillagan hafi verið byggð á hæpnum grunni. Valur Grettisson ræddi við Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um álitið.

Yfir 20 vatnsból við Leyni í Landsveit eiga á hættu skemmast ef fyrirhuguð uppbygging á ferðamannaþorpi gengur þar eftir segja landeigendur á svæðinu. Þeir gagnrýna Skipulagsstofnun fyrir aðgerðarleysi. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir sagði frá og talaði við Ásgeir Kr. Ólafsson sumarhúsaeiganda.

Deilt er um hvort heimilt taka blóð úr fylfullum hryssum hér á landi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Björn M. Sigurjónsson, lektor við Dania háskóla í Danmörku, eru á öndverðum meiði.

Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri Iðnú og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir allar fregnir af dauða bókarinnar stórlega ýktar og stöðu hennar almennt góða. Ævar Örn Jóspesson tók saman.

Tekjur af heimstónleikaferð söngkonunnar Beyoncé verða 2,4 milljarðar dollara, yfir 331 milljarð króna. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Frumflutt

12. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,