Spegillinn 8. ágúst 2023.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra segir að Ísland verði að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Mengunarkvótar í skipaflutningum séu hluti af heildarmyndinni og komi ekki á óvart. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við hana.
Ítalskir bankar þurfa að greiða 40 prósenta hvalrekaskatt og hlutabréf í þeim hafa hríðfallið eftir að ríkisstjórnin samþykkti álögurnar í gærkvöld. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor segir hægt að leggja slíka skatta á íslenska banka en frekar eigi að horfa til þess kerfisbundinna vandamál sem tengjast fiskveiðikerfinu og smæð íslenska hagkerfisins. Karitas M. Bjarkadóttir talaði við hann.
Margrét Steinarsdóttir, fulltrúi í mansalsteymi í Bjarkarhlíð segir mikilvægt að þolendum mansals sé veittur stuðningur, hvort sem þeir séu hælisleitendur eða ekki. Hún tekur undir að það geti verið skaðlegt fyrir fórnarlömb mansals að svipta þau félagslegum stuðningi á borð við húsnæði. Valur Grettisson tók saman.
-------------------
Mengunarkvótar Evrópusambandsins á sjóflutninga - sem eiga líka við á Evrópska efnahagssvæðinu - koma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra ekki á óvart. Hún segir ekki hægt að líkja þeim við álögur á flug. Ísland verði að taka skref til að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Þórdísi.
Vöruútflutningur frá Kína hefur ekki verið minni en um þessar mundir frá því að kóvíd-farsóttin brast á. Innflutningur hefur einnig dregist umtalsvert saman. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Nick Marsh viðskiptafréttamanni BBC í Singapúr, Shehzad Qazi, sérfræðingi í kínverskum efnahagsmálum
Mikil deigla er í lofthreinsigeiranum nú um stundir segir Stefanía Garðarsdóttir rannsóknastjóri hjá SINTEF orkurannsóknum í Noregi Í Texas á að reisa mikla lofthreinsiverksmiðju á ólíuvinnslusvæði og geyma koltvísýring á vökvaformi þar til fæst leyfi til að dæla honum niður í berg. Ragnhildur Thorlacius tók saman og talaði við Stefaníu.
Gautelfur, flæðir yfir bakka sína og vegum í Suður-Svíþjóð og suðurhluta Noregs hefur verið lokað vegna óveðursins Hans sem hefur hringsnúist yfir Skandinavíu. Gísli Kristjánsson fréttaritari í Noregi, segir aðeins hafa dregið úr regni en veðrið sé óvenjulegt á hásumri.