Spegillinn 17. ágúst 2023
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Reykjavíkurborg vísar réttindalausum hælisleitendum frá neyðarskýlum borgarinnar, þar sem sveitarfélögin telja sér óheimilt að veita þeim aðstoð. Valur Grettisson ræðir við Einar Þorsteinsson.
Fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans segir ólíklegt að bankinn sé hættur að hækka vexti. Ýmislegt hafi þróast í rétta átt, en það dugi ekki til því enn sé mikil spenna í hagkerfinu. Benedikt Sigurðsson ræðir við Katrínu Ólafsdóttur.
Leiðtogar ECOWAS bandalagsins funda nú í Gana vegna ástandsins í Níger. Her landsins framdi valdarán í lok júlí og heldur forseta landsins í stofufangelsi. Sameinuðu þjóðirnar hafa áhyggjur af stöðunni. Ástrós Signýjardóttir segir frá.
Yfirmaður Sorphirðudeildar Reykjavíkur veltir því fyrir sér hvað teljist eðlilegt heimilissorp og hversu miklar kröfur sé hægt að gera til sorphirðu sveitarfélaga. Hnökrar hafa verið á innleiðingu nýs sorphirðukerfis. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Atla Ómarsson.
Isavia vill að um þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð verði tafarlaust felld. Aðflug sé of krappt og trén ógni flugöryggi. Formaður borgarráðs segir að tekið verði á málinu formlega. Rætt við Einar Þorsteinsson og Sigrúnu Björk Jakobsdóttur. Ari Páll Karlsson tók saman.
------
Mannekla og mikil starfsmannavelta á leikskólum og hjá mörgum umönnunarstéttum endurspeglar það að rangt var gefið í upphafi að mati formanns BSRB. Ekki gangi að velferðarkerfið grundvallist á vinnu kvenna á afsláttarkjörum. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Sonju Ýr Þorbergsdóttur.
Talsfólk umhverfisverndarsamtaka segja litlar sem engar líkur á að loftslagsmarkmið stjórnvalda náist úr þessu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræðir við Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Ævar Örn ræðir við Ágústu Þóru Jónsdóttur, varaformann Landverndar.
Forsetaframbjóðendum í Simbabve hefur fækkað mjög frá síðustu kosningum árið 2018. Þá gáfu 23 kost á sér en þeir eru nú aðeins 10. Forseta- og þingkosningar fara fram í landinu 24. ágúst.