Spegillinn

Slysið á Breiðamerkurjökli og hnífaburður ungmenna

Umræða um aukin hnífaburð hefur verið hávær síðustu daga eftir lífshættulega árás sextán ára drengs á jafnaldra sína við Skúlagötu eftir menningarnótt. Við ræðum við yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og lækni á bráðamóttöku Landspítalans. Banaslysið á Breiðamerkurjökli hefur vakið upp mikla umræðu um ferðaþjónustuna, hvort græðgisvæðing hafi þar náð yfirhöndinni og hvort farið hafi verið of geyst þegar landið opnaðist eftir COVID og hingað komu skyndilega tvær milljónir ferðamanna, nánast á einu bretti. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, ræða málið.

Frumflutt

28. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,