Borað eftir olíu, mataræði Íslendinga, Snerting mögulega tilnefnd til Óskarsverðlauna
Donald Trump Bandaríkjaforseti kallar eftir stóraukinni framleiðslu og útflutningi á bandarísku jarðefnaeldsneyti. Með þessu ætlar hann að lækka verð á eldsneyti, draga úr verðbólgu og gera Bandaríkin að auðugri þjóð að nýju. Umdeilt er hversu líklegt er að þessi stefna skili tilætluðum árangri. Ævar Örn Jósepsson rýnir í þetta.
Alls kyns kúrar og kenningar um æskilega næringu skjóta reglulega upp kollinum hér á landi sem annars staðar. Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Landlækni, varar við þeirri tísku að borða mjög mikið af einhverjum einum fæðuflokki á kostnað annarra - heillavænlegast sé að borða sem fjölbreyttasta fæðu. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Jóhönnu.
Það skýrist í fyrramálið hvort Snerting, kvikmynd Baltasars Kormáks eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, hljóti tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við Ólaf um myndina, kapphlaupið um Óskarinn og „kosningabaráttu“ kvikmyndaframleiðenda í skugga eldanna miklu í Los Angeles.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Frumflutt
22. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.