• 00:00:08Venesúela

Spegillinn

Væringar í Venesúela

Minnst 11 manns hafa látið lífið í hörðum og fjölmennum mótmælum í Venesúela síðustu daga, vegna ætlaðra vélráða við talningu atkvæða í nýafstöðnum forsetakosningum. Þar var Nicolás Maduro útnefndur sigurvegari og rétt kjörinn forseti, þriðja skiptið í röð, en stjórnarandstaðan telur sig hafa vissu fyrir því sinn frambjóðandi, Edmundo González, hafi unnið yfirburðasigur, og ber fyrir sig hvorutveggja skoðanakannanir í aðdraganda kosninga og útgöngukannanir. Á fréttafundi sagði Maduro mótmælendur vera ráðast gegn stjórnarskrá landsins og brýndi hæstarétt til gera það sem gera þarf, svo hægt fara út í fjöldahandtökur á framáfólki úr stjórnarandstöðunni og mótmælendum sem flykkst hafa út á götur og torg borga og bæja um allt land undanfarna daga. Hólmfríður Garðarsdóttir er prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, þar sem hún beinir sjónum sínum aðallega Rómönsku Ameríku. Hún segir framvinduna minna mjög á kosningarnar 2018 og eftirleik þeirra.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Frumflutt

1. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,