16.000 Evrópubúar létust vegna mikils hita í fyrra. Íbúar álfunnar þurfa búa sig undir fleiri hættulegar hitabylgjur. Þetta kemur fram í nýrri loftslagsskýrslu. Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir stjórnvöld víða um heim ekki gera nóg. Karitas M. Bjarkadóttir sagði frá og ræddi við Önnu Huldu.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku og loftslagsráðherra segir ekki hafa komið til tals að hann skipti um ráðuneyti. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Guðlaug. Guðrún Hafsteinsdóttir varð í dag níunda manneskjan til að taka við embætti dómsmálaráðherra eftir hrun. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.
Formaður Félags heyrnarlausa á Íslandi segir að heyrnarskert börn fái ekki þá þjónustu sem þau þurfi vegna þess ástands sem nú ríki hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni. Benedikt Sigurðsson ræddi við Heiðdísi Dögg Eiríksdóttur, í gegnum túlk.
Lítill kafbátur sem notaður er til þess að skoða flak skemmtiferðaskipsins Titanic finnst hvergi.
Stúlka sem fann 14 ára gamalt flöskuskeyti í Sprite-plastflösku í Breiðafirði í gærkvöld, leitar sendandans.
Þeir sem reiknuðu með snöggum viðsnúningi í Úkraínustríðinu þegar úkraínski herinn hóf gagnsókn sína hafa þurft að draga töluvert úr björtustu væntingum sínum. Rússneski andstæðingurinn var greinilega vel undirbúinn. Jón Björgvinsson fréttaritari RÚV er í Zaporizhzhia þar sem hörðusta bardagarnir geisa. Jón ræddi við Yuriy Malashko héraðsstjóra, Maxim herlækni og hermennina Volodymyr og Vitali.
Kvenréttindadagurinn er í dag og þess minnst að konur eldri en fertugar fengu flestar kosningarétt þann 19. júní 1915. Á aðalfundur European Womens Lobby, regnhlífasamtökum kvennréttindasamtaka í Evrópu var tekist á um réttindi trans kvenna. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, ráðgjafi Kvenréttindafélagsins á fundinum. Hún segir fámennan en háværan hóp afvegaleiða umræðuna og draga athyglina frá öðrum mikilvægum málum. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Brynhildi.
Það er eins og heyrnarskertir á Íslandi séu afgangsstærð - þetta sé ekki nógu mikil fötlun til að veita þjónustu, segir Kristján Sverrisson forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar. Fleiri en eitt þúsund bíða eftir að komast að í heyrnarmælingu, ráðgjöf og val á heyrnartækjum. Biðin gæti tekið um tvö ár ef ekkert verður að gert. Benedikt Sigurðsson fréttamaður talaði við Kristján.
Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius, tæknimaður Jón Þór Helgasson, Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.