Spegillinn

Hryðjuverkamál, þyrluslys og minni tekjur af bílum

Dómari í hryðjuverkamálinu íhugar vísa hryðjuverkalið málsins frá. Báðir sakborningar neituðu sök við þingfestingu í dag.

Læknir sem grunaður er um valda sex sjúklingum ótímabærum dauða er aftur kominn til starfa á Landspítala.

Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt fara í tímabundið átaksverkefni í samráði við sjálfstætt starfandi barnalækna og barnageðlækna til þess stytta biðlista eftir ADHD-greiningu.

Skipulagsstofnun telur umferð í gegnum miðbæ Egilsstaða verði áfram mikil þrátt fyrir nýr vegur verði lagður framhjá bænum í tengslum við Fjarðarheiðargöng. Kostir felist í beina umferðinni áfram í gegnum miðbæinn og nær væri bæta sambúð vegar og byggðar.

Innanríkisráðherra Úkraínu sem lést í þyrluslysi í morgun var einn nánasti samstarfsmaður Volodymyrs Zelenskys forseta. Líklegt þykir þoka og rafmagnsleysi hafi valdið slysinu.

Skatttekjur ríkisins af hverjum bíl hafa dregist saman um þrjátíu prósent á áratug. Á sama tíma hefur bílum fjölgað um þriðjung og útgjöld til vegakerfisins hafa stóraukist.

-----

Þoka grúfði yfir Kænugarði og nágrenni í morgun þegar einni af þyrlum Neyðarþjónustu Úkraínu hlekktist á. Hún féll logandi til jarðar í bænum Brovary, um tuttugu kílómetra norðaustan við Kænugarð. Níu manns sem voru um borð létust, þrír starfsmenn Neyðarþjónustunnar og sex úr starfsliði úkraínska innanríkisráðuneytisins. Þeirra á meðal voru Denis Monastyrsky innanríkisráðherra, Yevhen Yenin, aðstoðar-innanríkisráðherra, og Yuriy Lubkovych ráðuneytisstjóri. Fjögur börn og fjórir fullorðnir viðbótar létust þegar þyrlan féll til jarðar á leikskóla. Hluti skólabyggingarinnar stórskemmdist. Úkraínskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglunni 25 til viðbótar hafi slasast, þar á meðal tíu börn. Nokkrir eru alvarlega slasaðir sögn talsmanns forsetaskrifstofunnar í Kænugarði. Hann greindi fréttamönnum frá því sendinefnd innanríkisráðuneytisins hefði verið á leið til borgar þar sem úkraínskir hermenn og innrásarlið Rússa berjast hatrammlega um þessar mundir. Fjöldi fólks varð vitni þyrluslysinu. Þeirra á meðal var Vira Sebalo. Hún sagðist í viðtali við úkraínska ríkissjónvarpið hafa heyrt mikinn hávaða yfir háhýsi í grenndinni. Fimm mínútum síðar kvað við sprenging. Mikill eldur blossaði upp og þyrlan féll logandi til jarðar. Ásgeir Tómasson segir frá.

Því er stundum fleygt ákveðin öfl séu í stríði gegn einkabílnum. það raunin er óhætt segja þessum öflum gangi illa -- þau séu raunar skíttapa.

Skráðum ökutækjum hefur nefnilega fjölgað um þrjátíu og fimm prósent á Ísl

Frumflutt

18. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,