• 00:00:00Heilsa
  • 00:00:20Aftökum fjölgar víða
  • 00:08:46Réttindi frumbyggja á norðurslóðum
  • 00:19:45Kveðja

Spegillinn

Aftökum fjölgar í heiminum, réttindi frumbyggja á norðurslóðum

Mun fleiri sakamenn hafa verið teknir af lífi á þessu ári en í fyrra, og það þrátt fyrir 2024 hafi verið óvenju blóðugt ár á dauðadeildum fangelsa heimsins. Vitað er um hátt í tvö þúsund aftökur það sem af er þessu ári, samanborið við um 1.500 í fyrra. Þessi þróun er þvert á þróun síðustu ára, þar sem aftökum hefur fækkað jafnt og þétt í takt við fækkun þeirra ríkja sem enn eru með dauðarefsingu í refsilöggjöf sinni. Ástæðan er einkum mikil fjölgjun aftaka í örfáum einræðisríkjum - og Bandaríkjunum. Ævar Örn Jósepsson fjallar um málið.

Um 50 hópar frumbyggja eiga heima á norðurslóðum. Margvísleg hætta steðjar búsvæðum þeirra og framtíð, svo sem deilur um land og auðlindir, árásir á menningu þeirra sögu, tungumál tapast og mikill tími fer í málaferli og kröfur um úrbætur. Á síðari árum standa frumbyggjar einnig frammi fyrir því tapa heimilum sínum vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Rachael Lorna Johnstone, prófessor í lögfræði við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í heimskautarétti, hefur lengi rannsakað aðstæður frumbyggja og hefur sjálf upplifað þessar ógnir margar hverjar. Ágúst Ólafsson talar við hana.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Frumflutt

29. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,