Spegillinn

Deila Eflingar og SA, skíðalyfta bilaði, stuðningur við Úkraínu.

Spegillinn 20. janúar 2023

Umsjón: Ásgeir Tómasson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins til fundar á þriðjudag. Töluvert ber í milli sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara og deilan er stál í stál. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við hann.

Tuttugu manns sátu fastir í lyftu í Hlíðarfjalli í rúmar tvær klukkustundir í dag eftir lyfta bilaði. Lyftan, sem nefnist Fjarkinn, stöðvaðist eftir vír fór út af sporinu í vindhviðu. Alexander Kristjánsson sagði frá. Talað var við Brynjar Helga Ásgeirsson forstöðumann Hlíðarfjalls og Andrew Davis, sem sat fastur í lyftunni ásamt fleira skíðafólki

Íslensk stjórnvöld hyggjast veita jafnvirði 360 milljóna króna í sérstakan stuðningssjóð fyrir Úkraínu, sem Bretar komu á laggirnar í fyrra. Björn Malmquist sagði frá og talaði við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra.

Bandarískir tæknirisar hafa tilkynnt um uppsagnir tugþúsunda starfsmanna á síðustu vikum. Alexander Kristjánsson sagði frá.

Ungt keppnisíþróttafólk er í meiri hættu á skyndidauða en önnur ungmenni. Þó svo íþróttir séu af hinu góða getur mikið stress og langvarandi álag sem fylgir afreksíþróttum ýtt undir hjartasjúkdóma. Bjarni Rúnarsson sagði frá og talaði við Berglindi Aðalsteinsdóttur hjartalækni.

Áfengisvandi er enn aukast. Þetta lesa úr nýjum gögnum SÁÁ. Innlögnum hefur fjölgað eftir heimsfaraldurinn og fjöldinn núna er svipaður og fyrir tveimur árum. Arnar Björnsson sagði frá og ræddi við Önnu Hildi Guðmundsdóttur, formann SÁÁ

Norsk yfirvöld ætla láta rannsaka hvort og hvernig það megi vera ættleidd börn hafi komið ólöglega til landsins. Talað er um rán á börnum, kaup og sölu og falsaða pappíra. Þetta á einkum hafa gerst á níunda áratug síðustu aldar. Yfirvöld eru gagnrýnd fyrir taka mildilega á grun um svik og hafa ekki fylgt klögumálum eftir. Gísli Kristjánsson sagði frá.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Svíum á þeirra eigin heimavelli í milliriðli HM í Gautaborg eftir hálfa aðra klukkustund. Sjónvarpsfréttir hefjast klukkan hálf sjö.

Bandaríski tónlistarmaðurinn David Crosby lést í gærkvöld. Ásgeir Tómasson fór yfir feril hans frá 1964 og til þessa dags.

Frumflutt

20. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,