• 00:00:00Hvernig á að kjósa í óveðri?
  • 00:06:26Loftslagsráð um aðgerðir stjórnvalda
  • 00:12:00Foreldraprófum mótmælt á Grænlandi m

Spegillinn

Kosningaveður, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, fordómar gegn grænlenskum foreldrum

Fimm dagar eru þar til kjörstaðir verða opnaðir um allt land. Þótt einhverjir kjósi utan kjörfundar eru langflestir sem fara í sína kjördeild til greiða atkvæði - þær loka klukkan tíu um kvöldið og þá fyrst byrja telja. Allt bendir til kosninganóttin verði spennandi en fólk ætti líka vera undir það búið hún dragist langt fram á sunnudagsmorgun - sérstaklega ef verstu spár um veður ganga eftir. Freyr Gígja Gunnarsson fjallar um þetta.

Framkvæmd loftslagsaðgerða er afar veik hér á landi og viðsnúningur stjórnvalda í hvatakerfum hreinorkubíla á síðasta ári voru mjög alvarleg mistök - sem senda kolröng skilaboð, segir formaður Loftslagsráðs. Hann segir tilbúnar og fjármagnaðar loftslagsaðgerðir skila innan við helmingi þess samdráttar á losun sem er stefnt og gildandi aðgerðaáætlun í loftslagsmálum ekki til þess fallna bæta úr því. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Halldór Þorgeirsson.

Nýlega safnaðist fólk saman í Kaupmannahöfn og Nuuk til mótmæla því börn væru tekin af foreldrum sínum og sett í fóstur, meðal annars á grundvelli prófa þar sem mat er lagt á hæfni foreldranna til sinna börnunum. Þessi próf eru notuð í fjölmörgum sveitarfélögum í Danmörku en hafa lengi verið umdeild og um árabil hefur verið rætt um breyta þeim. Þau byggist á viðmiðum og venjum vestrænna samfélaga og ali á fordómum í garð grænlenskra foreldra. Fimm sinnum algengara er í Danmörku börn séu tekin af grænlenskum foreldrum en dönskum. Anna Kristín Jónsdóttir fjallar um málið.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Markús Hjaltason

Frumflutt

25. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,