22. nóvember 2023
Samkomulag náðist í nótt milli ísraelskra stjórnvalda og Hamas samtakanna um fjögurra sólarhringa vopnahlé . Það á að ganga í gildi klukkan tíu í fyrramálið að staðartíma. Þrjátíu til þrjátíu og fimm börn, helmingurinn um og undir tíu ára aldri, verða látin laus þegar Hamas samtökin á Gaza sleppa fimmtíu gíslum á morgun og næstu daga.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að mögulega hefði átt að hækka vexti en afleiðingar jarðhræringanna geti aukið þenslu - en líka dregið úr neyslu almennings og haft vond áhrif á ferðaþjónustu. Óvissan sé mikil og því hafi verið ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum.
Læknar á landsbyggðinni lýsa margir miklu álagi og víða reynist erfitt að manna stöður. Formaður Læknafélagsins segir tímabært að stjórnvöld geri alvöru úr stefnu sinni að bæta heilbrigðisþjónustu utan borgarinnar.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Viðmælendur:
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Frank Gardner,fyrrverandi yfirmaður í breska hernum og nú fréttamaður hjá BBC.
Peter Lerner, talsmaður Ísraelshers.
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri.
Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands.