• 00:00:07Heiðrún lind og Jóhannes Þór
  • 00:11:53Amnesty sakar Ísraela um þjóðarmorð II

Spegillinn

Skattar skapa ekki verðmæti og meira frá skýrslu Amnesty

Þær tvær atvinnugreinar sem oftast eru nefndar þegar það þarf pening inn í ríkiskassann eru sjávarútvegurinn og ferðaþjónustuna. Á síðasta ári sköpuðu þessar tvær atvinnugreinar meira en helming útflutningsverðmæta landsins. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, komu í hljóðver til ræða stöðu þessara tveggja atvinnugreina.

Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International birtu í gær skýrslu um rannsóknir sínar á hernaði Ísraelsmanna á Gasa. Meginniðurstaðan er sú, Ísraelar séu fremja hópmorð, það sem í daglegu tali er kallað þjóðarmorð, á Palestínumönnum á Gasa. Í inngangi skýrslunni segir á fyrstu tólf mánuðum hefndarstríðs Ísraela á Gasa hafi þeir drepið yfir 42.000 Palestínumenn, þar af yfir 13.300 börn, og sært yfir 97.000 til viðbótar.

Frumflutt

6. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,