• 00:00:08Hungursneyð í Darfúr
  • 00:04:32Skaði af stöðvun strandveiða

Spegillinn

Hungursneyð í Súdan og strandveiðar við Ísland

Hungursneyð ríkir í Zamzam-flóttamannabúðunum í Norður-Darfurhéraði í Súdan, þar sem áætlað er um 600.000 manns hafist við. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna og greiningarstofnunarinnar IPC, en IPC er samvinnuvettvangur Sameinuðu þjóðanna og nokkurra alþjóðlegra hjálparsamtaka, sérhæfir sig í greiningu á fæðuöryggi í heiminum og skorti á því, samkvæmt samnefndum, alþjóðlega viðurkenndum kvarða. Hungursneyðin í Zamzam er þriðja sem lýst hefur verið yfir í Afríku frá því byrjað var greina slíkar hörmungar eftir IPC-kvarðanum fyrir 20 árum. Hinar tvær fyrri voru líka á Horni Afríku, fyrri í Sómalíu 2011 og næsta í Suður-Súdan 2017. Í tilkynningu IPC segir ótvíræðar sannanir séu fyrir því í Zamzam-búðunum fólk deyja hungurdauða á degi hverjum og þetta ástand hafi varað allt tvo mánuði. Ævar Örn Jósepsson fjallar um málið.

Sveitarstjórnarmenn á Norður- og Austurlandi kalla eftir meiri stöðugleika í strandveiðum á næsta ári í stað þeirrar óvissu og sífelldu breytinga sem einkenni þetta kerfi í dag. Fjölmargir eigendur smábáta treysti á strandveiðar og þær skipti miklu máli fyrir mörg byggðarlög við sjávarsíðuna. Ágúst Ólafsson ræðir við Hjálmar Boga Hafliðason, sveitarstjóra Norðurþings.

Frumflutt

2. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,