ok

Spegillinn

Barnamálaráðherra í vanda, landgrunn Íslands

Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra eignaðist barn rúmlega tvítug, með fimmtán ára pilti. Hún var þá leiðtogi trúarlegs unglingastarfs, sem hann tók þátt í. Fyrir viku fékk forsætisráðuneytið erindi á sitt borð, þar sem forsætisráðherra er upplýstur um málavexti. Sendandi þess fékk á sama tíma upplýsingar um að öll erindi væru trúnaðarmál. Ásthildur Lóa fékk hins vegar upplýsingar um inntak þess og hver það var sem sendi það. Hún bæði hringdi í viðkomandi og mætti síðan á heimili hans. Ævar Örn Jósepsson ræðir við stjórnmálafræðingana Evu Heiðu Önnudóttur og Eirík Bergmann Einarsson.

Landgrunn Íslands á Reykjaneshrygg nær 576 sjómílur frá grunnlínu langt út fyrir þær tvö hundruð sjómílur sem efnahagslögsagan nær. Strandríki eiga öll landgrunn allt að 200 sjómílum frá grunnlínum en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum geta þau átt landgrunn þar fyrir utan.

Í síðustu viku staðfesti landsgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna íslenskt landgrunn á Reykjaneshrygg eftir nærri aldarfjórðungs aðdraganda. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Birgi Hrafn Búason, deildarstjóra á laga og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sem leiddi sendinefnd Íslands í lokahnykk þessarar vinnu sem staðið hefur frá aldamótum.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Frumflutt

20. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,