• 00:00:30Vika í kosningar á Bretlandi
  • 00:09:30Kristján í stappi við Mast
  • 00:15:00Skattur á losun í landbúnaði

Spegillinn

Kosningar á Bretlandi, hvalveiðar og losun frá dönskum landbúnaði

Eftir rúma viku rennur upp kjördagur á Bretlandi og í kvöld mætast Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins og Rishi Sunak forsætisráðherra Íhaldsflokksins í sjónvarpskappræðum í Nottingham. Kosningaspár gera ráð fyrir stórsigri Verkamannaflokksins. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Höllu Gunnarsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing, sem stödd var í Lundúnum.

Forstjóri Hvals kvartaði undan stjórnsýslueftirliti með félaginu og sagði samskipti á köflum vera í of djúpum skotgröfum og einkennast af tortryggni. Úr þessu mætti gjarnan bæta þar sem fjölmörg dæmi væru um uppbyggileg og skilvirk samskipti. Freyr Gígja Gunnarsson segir frá.

Talið er rekja megi allt þriðjungi losunar gróðurhúsalofttegunda til landbúnaðargeirans, þar af kemur helmingurinn frá búpeningi en hinn helminginn rekja til landnotkunar, orkunotkunar og annarra þátta. Danska ríkisstjórnin hefur gert það sem öðrum hefur ekki tekist: semja við alla hagsmunaaðila um gjaldtöku vegna losunar frá landbúnaði.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Jón Þór Helgason

Frumflutt

26. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,