Spegillinn 28. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, sem vaknaði upp við að fá snjóflóð inn um svefnherbergisgluggann sinn í Neskaupstað í gærmorgun segir tilfinninguna skrítna, en stuðningur samfélagsins skipti miklu. Rúnar Snær Reynisson kom sjóleiðina til Neskaupstaðar í dag. Hann ræddi við Guðrúnu Sólveigu og Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð.
Deilt er um það fyrir dómi hvort hoppukastali sem tókst á loft í hitteðfyrra svo börn slösuðust alvarlega var festur í samræmi við leiðbeiningar framleiðenda. Aðalsteinn Ingi Guðmundsson, varð vitni að slysinu og líkir því við martröð.
Orkumálaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í dag lög sem banna sölu bensín og díselbifreiðar árið 2035. Þeir féllust hins vegar á kröfu Þjóðverja um að leyfa bifreiðar sem ganga fyrir svokölluðu rafrænu eldsneyti. Björn Malmquist sagði frá, brot úr máli Ebbu Busch orkumálaráðherra Svía.
Flugfélagið Condor hefur hætt við að fljúga frá Frankfurt til Akureyrar og Egilsstaða. Það er Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands vonbrigði. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við hana.
Spáin fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu var opinberuð í dag, en 13 dagar eru í fyrsta leik deildarinnar. Íslandsmeisturum Breiðabliks er spáð titlinum annað árið í röð. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, segir spána þó hafa litla þýðingu.
---------------
Þó að hægt hafi á fasteignamarkaði er langt frá því að þar ríki frost, segir Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Hann á frekar von á því að verðið standi í stað en að það lækki. Áhrif vaxtabreytinga séu ekki komin fram að fullu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann.
Norður-Kóreumenn birtu í dag í fyrsta sinn myndir af kjarnaoddum sem hægt er að koma fyrir á skammdrægum eldflaugum. Með þeim er hægt að hæfa skotmörk í Suður-Kóreu. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Ísland er mikilvæg varpstöð og búsvæði mófugla, eins og heiðlóu, spóa, skógarþrasta og þúfutittlinga. Um 85 prósent allra mófugla verpa á láglendi landsins og landnotkun þar ræður framtíð mófuglastofna. Vísbendingar eru um að mófuglum sé að fækka verulega. Bjarni Rúnarsson ræddi við Aldísi Ernu Pálsdóttur er nýdoktor í líffræði á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi