Kvöldfréttir útvarps.

Húsnæðismál Grindvíkinga, spár um jarðhræringar, Múlalundi lokað, forsetakosningar í vor

Nærri 350 Grindvíkingar hafa sóst eftir selja ríkinu húsnæði sitt. Húsnæðisþörfin er mikil og dæmi eru um nágrannaslagi á opnum húsum, segir Dagbjartur Willardsson fasteignasali og Grindvíkingur.

Forsætisráðherra Ísraels tilkynnti í dag áætlun um innrás í borgina Rafah hefði verið samþykkt. Á aðra milljón Palestínumanna hefur leitað þar skjóls. Ragnar Jón Hrólfsson tók saman.

Veðurstofan segir engin skýr merki um jarðhræringunum á Reykjanesskaga og við Grindavík ljúki á næstunni. Fyrirliggjandi gögn bendi ekki til streymi kviku undir Svartsengi hafi minnkað verulega á milli síðustu atburða. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við Salóme Jórunni Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofunni.

Stefnt er því gera breytingar á rekstri Múlalundar á þessu ári. Fundin verða störf á almennum vinnumarkaði fyrir starfsfólk þar með skerta starfsgetu. Þetta er stefna stjórnvalda í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Haukur Holm sagði frá.

Þegar eru fleiri safna meðmælum með framboði fyrir forsetakosningarnar í sumar en nemur fjölda þeirra sem buðu sig fram fyrir átta árum. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman.

Heimir Már Pétursson fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni fékk Blaðamannaverðlaun ársins fyrir umfjöllun sína um kjaramál á árinu.

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag hvaða leikmenn verða í hópnum sem mætir Ísrael í umspili Evrópumótsins og leikur síðan við annað hvort Bosníu eða Úkraínu. Albert Guðmundsson var valinn í landsliðið, en ekki tveir fornir máttarstóppar, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson.

Frumflutt

15. mars 2024

Aðgengilegt til

15. mars 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,