Kvöldfréttir útvarps.

Björgunaraðgerðir í Grindavík, Sorpa, þjóðarhöll og fjárveitingar frá ESB

Mikill viðbúnaður er í Grindavík þar sem maður féll niður í sprungu í dag. Aðstæður á vettvangi eru hvorutveggja erfiðar og hættulegar, en um 30 - 40 manns hafa verið þar við björgunarstörf í dag. Arnar Björnsson fréttamaður var á staðnum.

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, vill fresta breytingum á dreifingu bréfpoka fyrir lífrænan úrgang. Sorpa brást við mikilli ásókn í ókeypis poka með því hætta afhendingu þeirra í búðum,

Ríkið og borgarstjórn undirrituðu í dag samning um stofnun félags um byggingu þjóðarhallar. Rætt var við Ásmund Einar Daðason, ráðherra íþróttamála.

InvestEU áætlunin var kynnt í dag. Hún gerir íslenskum fyrirtækjum og frumkvöðlum kleift sækjast eftir fjárfestingum og ábyrgðum hjá Evrópusambandinu, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra nýsköpunarmála.

Fyrrverandi pósthússtjórar sem voru ranglega dæmdir fyrir fjárdrátt úr bresku póstþjónustunni, verða náðaðir, þar sem í ljós kom það var villa í bókhaldskerfi sem leiddi til sakfellingar þeirra.

Útgáfa bókar um þjóðhátíðarljóð; hátíð á Hrafnseyri; þjóðhátíð á Þingvöllum; gönguferðir um þjóðlendur og fleira verður á dagskrá í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins á þessu ári. Opnaður hefur verið vefur um þessa viðburði.

Frumflutt

10. jan. 2024

Aðgengilegt til

9. jan. 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,