Kvöldfréttir útvarps.

Trump eða Harris og 10 virkjanakostir

Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta í dag. Afar mjótt er á munum en hagur Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, hefur heldur vænkast á allra síðustu dögum.

Langar raðir hafa myndast við kjörstaði víða í Bandaríkjunum. Íslenskur þingmaður sem sinnir kosningaeftirliti í landinu segir allt þó ganga hratt og vel fyrir sig.

Tíu vindorkukostir lenda á borði nýkjörins Alþingis. Verkefnastjórn rammaáætlunar skilar tillögum sínum á næstu dögum.

Reykjavíkurborg verður rekin með afgangi á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun. Borgarstjóri fagnar því sjá "grænar tölur" í rekstrinum -- oddviti Sjálfstæðisflokks segir erfitt sjá nokkru hafi verið hagrætt.

Frumflutt

5. nóv. 2024

Aðgengilegt til

5. nóv. 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,