ok

Kvöldfréttir útvarps

Forsætisráðherra telur ekki eðlilegt að ráðherra hringi og banki uppá óforvarendis

Forsætisráðherra segir það ekki eðlilegt að ráðherra hringi í konu út í bæ og banki síðar upp á hjá henni vegna máls sem snerti ráðherrann, en ekkert sé athugahvert við umsýslu forsætisráðuneytisins á erindi sem því barst vegna Ásthildar Lóu Þórsdóttur.

Símtöl sem berast í hjálparsíma Rauða krossins - 1717 - verða sífellt alvarlegri. Tugi milljóna vantar í reksturinn - verkefnastjóri segir óvíst hversu lengi verði hægt að halda starfseminni óbreyttri.

Fyrrverandi ráðherra í Danmörku hefur verið ákærður fyrir að hafa yfir sex þúsund myndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt í sínum fórum. Verjandi segir hann saklausan.

Þungt hljóð er ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni vegna afbókanna á komum skemmtiferðaskipa eftir að nýtt innviðagjald tók gildi um áramót.

Frumflutt

24. mars 2025

Aðgengilegt til

24. mars 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,