Kröfur Pútíns, hitamet slegið á Egilsstöðum, gervigreind og bikarúrslitaleikur
Rússlandsforseti krefst þess að fá yfirráð yfir meira úkraínsku landsvæði en herir hans hafa náð á sitt vald, gegn því að stöðva stríðið. New York Times segir Bandaríkjaforseta styðja slíka lausn.
Hitamet þessarar aldar virðist hafa verið slegið á Egilsstaðaflugvelli í dag. Óvenjuhlýr loftmassi lenti á landinu síðdegis í gær með þrumum og eldingum á Suðvesturlandi en miklum hlýindum fyrir austan.
Hagsmunasamtök listamanna vilja að rödd og ásýnd fólks njóti höfundarréttar að danskri fyrirmynd. Stjórnvöld skoða hvort og þá hvernig megi koma böndum á djúpfölsun með gervigreind.
Hátíðin Berjadagar stendur yfir í Ólafsfirði um helgina. Þar er lögð áhersla á sígilda tónlist.
Bikarúrslitaleikur FH og Breiðabliks í fótbolta er kominn í framlengingu eftir æsispennandi leik þar sem staðan er tvö - tvö