Kynning ráðherra á skjön við skýrslu og Ísrael með í Eurovision
Ýmislegt í kynningu innviðaráðherra á nýrri forgangsröðun jarðganga er á skjön við skýrslu rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri um jarðgangakosti á Austurlandi, segir höfundur hennar.
Ísrael fær að vera með í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor. Nýjar reglur um kosningar í keppninni voru samþykktar á fundi Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva í dag.
Mistök voru gerð við útgáfu byggingarleyfis fyrir sjö metra háan gámavegg og geymslu skotelda í Hafnarfirði, að sögn bæjarstjóra. Leyfið hefur verið afturkallað.
Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa komið rörasprengjum við húsnæði bæði Repúblikana og Demókrata kvöldið fyrir árásina á bandaríska þinghúsið fyrir tæpum fimm árum.
Alþýðusamband Íslands lítur það alvarlegum augum að fólk tapi háum fjárhæðum í viðskiptum við tryggingamiðlanir. Hið opinbera þurfi að koma neytendum til varnar.