ok

Kvöldfréttir útvarps

Barnamálaráðherra, ekkert hveiti malað á Íslandi, áhrif kennarasamninga, Sturgeon laus allra mála

Barnamálamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf rúmlega tvítug og eignaðist með honum son ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun, en hann var samt rukkaður um meðlag.

Einu hveitimyllu landsins verður lokað á næstu dögum og síðasta kornið malað. Íslendingar verða framvegis algjörlega háðir innflutningi á hveiti.

Minni sveitarfélög þurfa að skerða þjónustu eða taka lán vegna launahækkana kennara, segir aðalhagfræðingur sveitarfélaganna. Yfirtaka ríkisins á einstökum málaflokkum sveitarfélaganna nýtist misvel.

Ríkið ætlar ekki að framlengja samning við Rauða krossinn um þjónustu við hælisleitendur. Vinnumálastofnun tekur við verkefnunum.

Rannsókn á meintum fjárdrætti Nicolu Sturgeon, fyrrum fyrsta ráðherra Skotlands, hefur verið hætt. Fyrrum eiginmaður hennar hefur aftur á móti verið ákærður.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Alexander Kristjánsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

20. mars 2025

Aðgengilegt til

20. mars 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,