Uppsagnir hjá Play, Gaza, mótmæli og málningu skvett á ljósmyndara, Bandaríkin ú UNESCO, ánægja með 71. greinina og Ermarsundssund
Einni af hverjum tíu flugfreyjum og -þjónum hjá flugfélaginu Play var sagt upp í dag. Upplýsingafulltrúi félagsins segir að breyttar áherslur kalli á fækkun starfsfólks.
Stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína segir að ekkert þjóðarmorð hafi verið skrásett jafn nákvæmlega og það sem nú sé framið á Gaza. Aðgerðaleysi alþjóðasamfélagsins sé algjört.
Málningu var skvett á ljósmyndara Morgunblaðsins við mótmælin í dag. Skipuleggjendur harma það og segja slíkt ekki eiga rétt á sér. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir það alvarlegt mál, þegar ráðist er á fjölmiðlafólk að störfum.
Mikill meirihluti er ánægður með ákvörðun forseta Alþingis um að stöðva umræðu um veiðigjaldsfrumvarpið og koma því til atkvæðagreiðslu.
Bandaríkjastjórn hefur sagt landið úr UNESCO - í annað sinn. Það var líka gert í fyrra skiptið þegar Donald Trump var forseti.
Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson hefur dvalið í Dover í Englandi síðustu daga og hefur sund sitt yfir Ermarsundið í fyrramálið ef allt gengur eftir.
Umsjón: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Ævar Örn Jósepsson