ok

Kvöldfréttir útvarps

Veiðigjald á að hækka og Kaldvík sakað um lögbrot

Atvinnuvegaráðherra kynnti í dag hækkun veiðigjalds á Alþingi í dag. Gjaldinu er ætlað að endurspegla betur raunverulegt aflaverðmæti. Áformin fengu misjafna dóma á þingi.

Matvælastofnun telur að Kaldvík hafi mögulega brotið lög um velferð dýra með því að sleppa seiðum í allt of kaldan sjó í nóvember og desember. Yfir 700 þúsund seiði drápust. MAST kærði fyrirtækið til lögreglu í dag.

Samgönguráðherra segir að áfram verði flogið til Ísafjarðar. Flugið verði boðið út og óvíst sé hver kostnaðurinn af því verði fyrir ríkið.

Starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands vinnur launalaust til að geta útskrifað nemendur í vor. Skólinn er gjaldþrota en unnið er að því að færa málefni hans milli ráðuneyta og tryggja áframhaldandi rekstur.

krafist verður áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir sjö fjölmiðlamönnum sem handteknir hafa verið í mótmælum í Tyrklandi. Sameinuðu þjóðirnar lýsa yfir áhyggjum af fjöldahandtökum í tengslum við mótmælin.

Frumflutt

25. mars 2025

Aðgengilegt til

25. mars 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,