Bandaríkjaforseti beitti sér í dag fyrir vopnahlésviðræðum milli Taílands og Kambódíu vegna mannskæðra átaka þar í landi. Forsetinn ýjaði að því að hlé yrði gert á tollaviðræðum Bandaríkjanna við löndin láti þau ekki af átökunum.
Vestfirðingar lifa í óvissu um framtíð flugsamgangna. Framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu segir að hafa þurfi hraðar hendur til að tryggja áframhaldandi flug til Ísafjarðar næsta haust.
Engin fylgni er á milli bólusetninga barna og einhverfu. Þetta sýnir dönsk rannsókn sem náði til um milljón barna á 20 ára tímabili.
Þúsundir eru samankomnar í Vaglaskógi á tónlistarhátíð Kaleo. Forsprakki hennar segir það algjöran draum að sjá tónleikana verða að veruleika.
Skipuleggjandi Druslugöngunnar segir gönguna þungbærari en áður. Hún var tileinkuð þeim sem ekki lifa af ofbeldi sem þau verða fyrir.