ok

Kvöldfréttir útvarps

Þjóðhagsspá, borgin um græna gímaldið, ólögleg skógrækt, hagnaður í landbúnaði, Heathrow og rauði krossinn

Greiningardeild Íslandsbanka reiknar með að stýrivextir lækki niður í sex og hálft prósent fyrir árslok. Aðalhagfræðingur bankans segir líkur á bjartari tímum í efnahagslífinu.

Reykjavíkurborg telur að hafna beri kröfu Búseta um að stöðva framkvæmdir við vöruhús Haga við Álfabakka, enda bendi ekkert til þess að það samræmist ekki skipulagi.

Hvorki Sveitarfélagið Norðurþing né fyrirtækið Yggdrasil carbon tilkynntu viðamikla skógrækt nærri Húsavík til Skipulagsstofnunar. Óvíst er hvort stofnunin beiti sektum vegna framkvæmdanna.

Fjármálaráðherra Bretlands tilkynnti í dag að leggja eigi þriðju flugbrautina við Heathrow. Borgarstjórinn í Lundúnum gaf til kynna að hann muni gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir það.

Eitthundrað ára afmæli elstu deildar Rauða krossins á Íslandi var fagnað á Akureyri í dag. Í tilefni dagsins lagði deildin tvær milljónir króna í neyðarsöfnun fyrir Gasa.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Ásta Hlín Magnúsdóttir

Tæknimaður: Jón Þór Helgason

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

29. jan. 2025

Aðgengilegt til

29. jan. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,