Skil á ríkisstyrkjum gætu riðið Flokki fólksins á slig, undirskriftir vegna grænu skemmunnar og slys á ferðamönnum
Gott kvöld.
Formaður Flokks fólksins segir að flokkurinn fari á hausinn, verði hann að skila styrkjum sem hann hefur fengið úr ríkssjóði síðustu þrjú ár. Í flokknum hafi ekki verið rætt um slík skil.
Borgarstjóra voru í dag færðar undirskriftir hátt í þrjúþúsund manns þar sem þess er krafist að framkvæmdir við græna vöruhúsið við Álfabakka verði stöðvaðar. Íbúar í nágrenninu vilja að vöruhúsinu verði fundinn nýr staður.
Ferðamálastofa notaði gögn úr fjölmiðlum til að taka saman upplýsingar um slys á erlendum ferðamönnum. Forstjóri segir mikilvægt að samræma gagnasöfnun um slys ferðamanna.
Áhyggjur vöknuðu af heilnæmi neysluvatns á Hornafirði þegar e-coli gerlar fundust í vatnssýni. Heilbrigðiseftirlit segir enga gerla mælast lengur.