Kvöldfréttir útvarps.

Verkföll kennara, Zelensky á Þingvöllum, hópsýking barna, n-kóreskir hermenn til Rússlands og martröð í Súdan

Staðfest er verkföll hefjast í níu skólum á morgun, þar sem samningafundi kennara við ríkið og samband sveitarfélaga var slitið síðdegis, án þess samningar tækjust.

Fjögur börn eru á gjörgæslu alvarlega veik eftir e.coli-hópsýking kom upp á leikskólanum Mánagarði.

Forsætisráðherrar allra Norðurlanda koma fram á blaðamannafundi með Volodomyr Zelensky Úkraínuforseta á Þingvöllum innan skamms. Heimsókn forsetans hefur vakið mikla athygli og valdið raski á umferð um borgina. Þing Norðurlandaráðs verður sett á morgun.

Fullyrt er tíu þúsund norður-kóreskir hermenn séu komnir til Rússlands til þjálfunar fyrir stríðið í Úkraínu. Talið er hermönnum frá Norður-Kóreu geti en fjölgað eftir því sem örvænting Rússlandsforseta eykst.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag stríði Ísraela á Gaza yrði ljúka fljótt og bætti við hann hafi tekið aftur upp tilraunir til koma á vopnahléi.

Íbúar Súdans lifa í martraðarheimi hungurs, sjúkdóma og þjóðernisofbeldis, sögn framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

28. okt. 2024

Aðgengilegt til

28. okt. 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,