Kvöldfréttir útvarps.

Niðurrif í Grindavík, vantraust fellt, hergagnaflutningar og lundar í hættu

Altjón hefur verið skráð á fleiri en 60 húsum í Grindavík og þau þarf meira og minna rífa. Undirbúningur fyrir niðurrif íþróttahúss bæjarins er hafinn.

Vantrauststillaga þingmanna Miðflokksins á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra var felld í dag. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sat hjá, einn stjórnarliða og segir VG eiga takmarkað erindi á Alþingi.

Stjórnvöld í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa sammælst um auðvelda hergagnaflutninga til Finnlands. Ástæðan er aukinn viðbúnaður Rússa á norðurslóðum.

Veitingamenn eru hvattir til endurmeta hvort viðeigandi bjóða upp á lunda, í ljósi slæmrar stöðu lundastofnsins. Veiðimenn eru beðnir um sýna hófsemi.

Skíðað hefur verið á skíðasvæði Tindastóls í allan dag. Enn er snjór til heiða í Skagafirði eftir sumarhretið í byrjun mánaðar.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Anna Lilja Þórisdóttir

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

20. júní 2024

Aðgengilegt til

20. júní 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,