Kvöldfréttir útvarps.

Gjaldþrot 3X, kosningar í Bretlandi, tíðarfar, bikblæðingar og Saga

Það er ekki sjálfgefið sveitarfélagi eins og Akranesi gangi vel segir bæjarstjórinn, sem þykir stjórnvöld mæta Skagamönnum af léttúð.

Fyrri hluti árs var tiltölulega kaldur á Íslandi, samanborið við síðustu áratugi. Í Reykjavík var meðalhitinn þrjár komma tvær gráður, sem er hálfri gráðu undir meðaltali síðustu þrjátíu ára.

Þjóðkirkjan er skaðabótaskyld gagnvart sóknarpresti sem missti embætti sitt þegar prestakallið var lagt niður.

Rútubílstjóri á Austurlandi segir bikblæðingar á þjóðvegum fara illa með nútíma ökutæki og valda slysahættu. Skynjarar hætti virka og loftpúðar springi. Nota þurfi ógrynni af sterkum hreinsiefnum sem leysi upp plast og merkingar.

Flutningur Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Sögu við Hagatorg tefst lítillega. Hluti kennslunnar hefst þar á haustmisseri en önnur starfsemi flytur síðar. Rektor segir Saga eigi vera opin almenningi.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsson

Frumflutt

4. júlí 2024

Aðgengilegt til

4. júlí 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,