ok

Kvöldfréttir útvarps

Hvammsvirkjun fær grænt ljós og forsætisráðherra ávarpar Alþingi

Umhverfisstofnun ákvað endanlega að heimila Hvammsvirkjun í dag. Orkustofnun má því gefa út virkjunarleyfi að athugun lokinni. Fyrra virkjunarleyfi var fellt úr gildi.

Undirskriftum á lista gegn Bjarna Benediktssyni sem forsætisráðherra hefur fjölgað hratt í dag. Þær eru nú orðnar fleiri en tuttugu þúsund. Bjarni flutti Alþingi yfirlýsingu eftir að ný ríkisstjórn hans tók við og sagði hjöðnun verðbólgu og efnahagslegan stöðugleika verða leiðarljós í allri vinnu stjórnar hans

Samningur um starfsemi neyslurýmis í Borgartúni er í höfn. Vonast er til að það rísi fyrir mánaðamót. Ekkert neyslurými hefur verið starfrækt á Íslandi í rúmt ár.

Ný stefna í málefnum innflytjenda og hælisleitenda var samþykkt af Evrópusambandinu í dag.

Frumflutt

10. apríl 2024

Aðgengilegt til

10. apríl 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,