ok

Kvöldfréttir útvarps

Allir óánægðir með hvalveiðiákvörðun, stjórnvöld styðja UNRAW, reyna á lögmæti netverslnar með vín

Enginn virðist ánægður með ákvörðun um að heimila hvalveiðar í ár. Formaður Vinstri grænna segir óhjákvæmilegt að veita leyfið, þó hann sé sjálfur á móti veiðunum.

Íslensk stjórnvöld auka framlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna um hundrað milljónir.

Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að ríkið láti reyna á lögmæti netverslunar með áfengi.

Fjármálaráðherra hefur sent lögreglunni bréf þar sem vakin er athygli á að starfsemi þessara verslana kunni að vera lögbrot.

Samherji ætlar að reisa vinnubúðir á Reykjanesi vegna uppbyggingar landeldis. Þrjú til fjögur hundruð manns eiga vinna við framkvæmdirnar.

Í kvöld verður tekin fyrsta skólfustungan að nýrri sundlaug og íþróttahúsi í Búðardal. Þetta verður stærsta framkvæmd sem sveitarfélagið Dalabyggð hefur ráðist í.

Frumflutt

11. júní 2024

Aðgengilegt til

11. júní 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,