Kvöldfréttir útvarps.

Ár frá árás Hamas á Ísrael, forseti Íslands í Danmörku og fjölmiðlanotkun barna og ungmenna

Víða um heim er minnst þeirra sem drepnir hafa verið í árásum Ísraela og Hamas eftir átök þeirra á milli stigmögnuðust fyrir ári. Tala látinna nálgast 42 þúsund og enn eru um 100 manns í gíslingu á Gaza.

Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur haft mikil áhrif á utanríkispólitík og aukið sundrungu á alþjóðaavettvangi; jafnvel á Norðurlöndum dómi utanríkisráðherra.

Formaður Samfylkingarinnar telur Vinstri græn taka hag flokksins fram yfir hag þjóðar í ályktun helgarinnar um stjórnarsamstarfið. Formaður Flokks fólksins gagnrýnir flokkur með þriggja prósetna fylgi fái ráða hvenær er kosið.

Meirihluti nemenda á unglingastigi í grunnskólum sagðist helst nota TikTok til þess sækja sér fréttir á netinu. Um helmingur framhaldsskólanema sækir fréttir þangað en flestir þeirra nota fréttamiðla á borð við vísi og mbl.is.

Forseti Íslands er kominn til Danmerkur í sína fyrstu opinberu heimsókn.

Frumflutt

7. okt. 2024

Aðgengilegt til

7. okt. 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,