Kvöldfréttir útvarps.

Spennan eykst fyrir forsetakosningar og ráðherra vill skoða ákvarðanir lögreglu

Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir mælast með mest fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi Gallups fyrir forsetakosningarnar á morgun. Síðustu kappræðurnar verða í kvöld.

Félagsmálaráðherra vill forsætisráðuneytið fari yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu, eftir piparúða var beitt á mótmælendur, fyrir utan ríkisstjórnarfundinn í morgun.

Kynjafræðingur geldur varhug við því einblína á þjóðerni eða trú gerenda og þolenda í kynbundnu ofbeldi, það geti dregið athygli frá ofbeldinu og æst upp kynþáttafordóma. Fjölskylda konu einnar frá Palestínu er ákærð fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

Gasmengunar gæti orðið vart í Ölfusi og á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Almannavarnarstig hefur verið fært niður af neyðarstigi á hættustig.

Frumflutt

31. maí 2024

Aðgengilegt til

31. maí 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,