Kvöldfréttir útvarps.

Grunsamleg dauðsföll í Neskaupstað, samgöngusáttmáli, innrás Temu-netverslunarrisans, nethryðjuverk og skógrækt

Lögreglan á Austurlandi býst fastlega við farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var í Reykjavík í dag, vegna hjóna sem fundust látin í Neskaupstað um hádegisbil. Ekki er talið aðrir tengist málinu.

Bæjarstjóri Kópavogs skilur tortryggni í garð nýs samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, enda hafi vinnubrögð við þann fyrri verið óásættanleg. Hún styður sáttmálann engu síður, enda hafi hún ekki séð neinn setja fram aðrar og betri lausnir á vandanum sem leysa þarf.

Erlendum póstsendingum Póstsins fjölgaði um 11% í júlí miðað við júlí í fyrra. Forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins segir fjölgunina óvenjulega. Áfram er fólk beðið sýna aðgát í kaupum sínum frá Temu.

Pakistanskur karlmaður hefur verið handtekinn og ákærður fyrir nethryðjuverk. Færsla á vefsíðu hans þar sem hann fór með fleipur um uppruna hnífaárásarmannsins í Southport er talin hafa kynt undir óeirðum öfgahægrimanna í Bretlandi.

Náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið hafa kært sveitarstjórn Norðurþings fyrir veita Yggdrasil Carbon leyfi til skógræktar í landi Saltvíkur og Þverár.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

22. ágúst 2024

Aðgengilegt til

22. ágúst 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,