Kvöldfréttir útvarps.

Flótti frá Rafah, bílstjóri bíður goss og svínsnýru grædd í mann

Nærri hálf milljón manna er talin hafa flúið frá Rafah á rúmri viku. Hjálpargögn og matur komast ekki inn á Gaza og Ísraelsher hefur ítrekað ráðist á bílalestir hjálparsamtaka.

Öryggisvörður verður ráðinn á Borgarbókasafnið í Grófinni í Reykjavík þangað sem heimilislaust fólk og notendur vímuefna sækja mikið. Erfið atvik hafa komið upp segir safnstjóri.

Á hótelherbergi við Bláa lónið hefur rútubílstjóri mestu dvalið frá því í janúar. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í rýmingu hótelsins ef til goss kemur og ekki yfirgefa það meðan eldgos vofir yfir.

Yfirlæknir á Landspítalanum segir mögulega verði alvanalegt græða erfðabreytt líffæri úr dýrum í menn í náinni framtíð.

Frumflutt

14. maí 2024

Aðgengilegt til

14. maí 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,