Kvöldfréttir útvarps.

Flokkarnir þrír farnir að ræða ágreiningsefnin

Samninganefndir Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins eru farnar ræða ágreiningsmál flokkanna í viðræðum þeirra um myndun nýrrar stjórnar.

Yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi mun ekki ráðast í endurtalningu atkvæða. Kjörstjórnin kannaði framkvæmd þingkosninganna og ekkert benti til þess framkvæmd talningar eða kjörfundar öðru leyti hafi verið ábótavant.

Fyrirtæki í sjávarútvegi og ferðaþjónustu vona flokkarnir þrír sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum nálgist verðmætasköpun af skynsemi.

Fyrri umferð forsetakosninganna í Rúmeníu verður endurtekin eftir stjórnlagadómstóll úrskurðaði kosningarnar í síðasta mánuði væru ólögmætar. Rússar voru sakaðir um afskipti af kosningabaráttunni.

GPS mælingar og gervitunglagögn staðfesta landris er hafið nýju í Svartsengi. Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur farið hægt minnkandi síðustu daga.

Frumflutt

6. des. 2024

Aðgengilegt til

6. des. 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,