Kvöldfréttir útvarps.

Mannslát í Breiðholti, Play Air, Trump um saksóknara, verkföll, snjóflóðavarnir og fótbolti

Ungur karlmaður var í dag færður fyrir dómara, grunaður um hafa banað konu á sjötugsaldri. Farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Átta hafa verið myrt í sjö manndrápsmálum á árinu.

Rekstrarniðurstaða flugfélagsins Play á þriðja ársfjórðungi var lakari en í fyrra, þrátt fyrir fimm hundruð milljóna króna hagnað. Heildartekjur drógust saman um átta komma átta prósent.

Donald Trump segist ætla reka sérstakan saksóknara í málum alríkisins gegn sér, komist hann aftur í Hvíta húsið. Það getur hann reyndar ekki, lögum samkvæmt, en dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans gæti það hæglega.

Snjóflóðahætta á athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á veginum þangað getur sett starfsmenn í hættu og valdið því mikil verðmæti tapist á hávertíð. Fyrirtækið vill taka þátt í láta varnir verða veruleika.

Víkingur Reykjavík vann belgíska liðið Cercle Brugge 3-1 í dag. Þetta er fyrsti sigur íslensks liðs í deildarkeppni í Evrópu.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnusson

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

24. okt. 2024

Aðgengilegt til

24. okt. 2025
Kvöldfréttir útvarps.

Kvöldfréttir útvarps.

Fréttir

Þættir

,